ÖRUGG verkfræðistofa annast brunahönnun og BIM stjórnun á nýrri reiðhöll Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Auk reiðvallar er reiknað með áhorfendastúku fyrir allt að 500 manns og félagsaðstöðu. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er um 4.000 m2 og mun hún vera samtengd eldra húsnæði.
BIM stjórnun miðar að því að samræma verklag viðhönnun byggingarinnar, fylgja eftir að hönnunarlíkön standist kröfur verkkaupa um gæði og notagildi og stuðla að markvissri miðlun upplýsinga innan hönnunarhópsins. Starfsmenn ÖRUGG verkfræðistofu hafa mikla reynslu af vinnu í BIM umhverfi og hafa gegnum tíðina komið að BIM stjórnun fjölmargra verkefna.
Meginmarkmið brunahönnunar er að tryggja öryggi fólks og dýra auk eignaverndar við eldsvoða. Um leið verður stuðlað að hagkvæmum lausnum og að brunahönnunin falli vel að heildarhönnun byggingarinnar.
Kanon arkitektar stýra hönnun byggingarinnar sem gert er ráð fyrir að ljúki síðla árs 2021. Aðrir meðhönnuðir eru Teknik, TKM og Hljóðvist.
Mynd fengin af heimasíðu Sörla.