ENGLISHEN

Rekstraröryggi í fiskeldi

ÖRUGG verkfræðistofa vinnur nú að brunahönnun nýrrar seiðaeldisstöðvar fyrir Arctic Fish ehf. í samvinnu við verktakafyrirtækið Eykt ehf.

Um er að ræða 4.200 fermetra nýbyggingu við Norður-Botn í Tálknafirði. Byggingin verður með samanlagt um 7.200 rúmmetra kerjarými og verður eftir stækkunina verður hægt að ala um 1.000 tonn af seiðum í stöðinni árlega. Reikna má með að úr þeim fjölda verði hægt að ala um það bil 25.000 tonn af laxi í sláturstærð.

Rekstraröryggi er lykil þáttur fyrir þá sérhæfða starfsemi eins og hér um ræðir og því þurfa brunavarnir að taka mið af því. Gerðar hafa verið ítarlegar greiningar á reykflæði og brunaþróun, sem ógnað getur starfseminni, til að finna bestu og hagkvæmustu lausnir. Brunaálag er almennt lágt, en reykur getur haft mjög miklar afleiðingar. Hér að neðan má sjá mynd af byggingunni með hitastigi ofan við mögulegan bruna.