ENGLISHEN

Söngvakeppnin 2022

ÖRUGG verkfræðistofa sá um áhættumat og útfærslu viðbragðsáætlunar vegna Söngvakeppninnar 2022.

Eftir langa bið var loksins haldin söngvakeppni fyrir fullum sal áhorfenda. Öllu var tjaldað til, þannig að atburðurinn yrði sem glæsilegastur. Haldnar voru tvær undankeppnir og úrslitakeppni 12. mars. Keppnin var haldin í kvikmyndaveri Rvk Studios í Gufunesi, sem hannað er fyrir margvíslega atburði.

Miklum fólksfjölda fylgir ýmis hætta, sem mikilvægt er að greina og meðhöndla með réttum hætti. Vegna sérhæfingar í öryggi á atburðum var ÖRUGG verkfræðistofa fengin til að greina áhættu og gera útreikninga á rýmingu og brunavörnum, með sérhæfðum líkönum. Rýmingarútreikningar sýndu fram á öruggt fyrirkomulag flóttaleiða, fyrirkomulag stólaniðurröðunar o.fl.

ÖRUGG gerði viðbragðsáætlun sem tekur tillit til mismunandi hættu og samhæfðra hlutverka lykilaðila: RÚV og Live Production.

Þrívítt líkan af kvikmyndaverinu

Rýmingarlíkan fyrir greiningu flóttaleiða