Stórtónleikar Andrea Bocelli sem voru á dagskrá á árinu 2020 hafa frestast vegna COVID. ÖRUGG sér um brunaöryggis- og rýmingarhönnun vegna þessara stórtónleika, fyrir um 10 þúsund manns. Gerðir voru nákvæmir rýmingarútreikningar til að tryggja öryggi fólks. Um verður að ræða fyrstu sitjandi tónleikana í Kórnum, en starfsmenn ÖRUGG hafa séð um brunahönnun allra stórtónleika í Kórnum frá upphafi, þar með talið Justin Timberlake, Rammstein og Justin Bieber.