ENGLISHEN

Nýr starfsferill hjá ÖRUGG

ÖRUGG verkfræðistofa leggur áherslu á að fá til liðs við sig starfsfólk sem er drífandi, lausnamiðað, jákvætt og metnaðarfullt. ÖRUGG skarar fram úr á sínu sviði og það viljum við að starfsfólk okkar geri einnig.

ÖRUGG býður upp á mjög fjölbreytt og spennandi verkefni og mikla þróunarmöguleika. Við bjóðum einnig upp á fjölskylduvænt og sveigjanlegt starfsumhverfi þar sem stutt er í alla þjónustu og heilsueflingu. Hjá ÖRUGG er öflugt félag starfsfólks sem stendur fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum á hverju ári, við allra hæfi.

Sækja UM

Starfsfólk hjá ÖRUGG verkfræðistofu

ÖRUGG leggur áherslu á að skapa áhugavert og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Starfsfólk hefur möguleika á að móta starfið í samræmi við óskir sínar og þarfir.

Starfsmannafélagið FJÖRUGG stendur fyrir fjölbreyttri menningarstarfsemi og skemmtunum.

Starfsfólkið er verðmætasta auðlind okkar og leggur ÖRUGG mikið upp úr stöðugri þekkingaröflun og þróun í tækni og öryggi.  

Vertu hluti af ÖRUGG!
Hafðu samband

Almennar umsóknir

Við hjá ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFU  erum sífellt á höttunum eftir kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki.

Hægt er að hlaða inn starfsferilsskrá (CV) og umsóknarbréfi með að smella á hlekkin hér að neðan. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Senda inn almenna umsókn